Eldjárn Árnason

Eldjárn Árnason

Eldjárn útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi sama ár.

Sérsvið Eldjárns eru fjármála- og félagaréttur, gerð fjármögnunarsamninga, málflutningur, fasteignakauparéttur, leiguréttur, gjaldþrotaréttur og stjórnsýsluréttur.

Eldjárn hefur starfað við lögmennsku frá árinu 2010, lengst af sem löglærður fulltrúi hjá Lögmönnum Lækjargötu ehf. Eldjárn hóf störf sem sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Málþingi árið 2016.

Tungumál: Enska og danska.