Þorsteinn Pétursson

Þorsteinn Pétursson

Þorsteinn útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1980. Lokaritgerð hans fjallaði um virkjanarétt með sérstakri áherslu á vatnsorkuréttindi. Þorsteinn var við framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla 1988 og lagði m.a. stund á skiptarétt.

Sérsvið Þorsteins eru þinglýsingar og skiptaréttur.

Þorsteinn hefur unnið sem lögmaður með hléum frá árinu 1995. Hann hefur starfað sjálfstætt sem lögmaður hjá Málþingi frá árinu 2007. Þorsteinn hefur viðamikla reynslu af verkefnum sýslumannsembætta, m.a. þinglýsingum, aðfarargerðum, sifja- og erfðamálum og nauðungarsölumálum, en hann var sýslumannsfulltrúi um langa hríð.

Tungumál: Enska og danska.