Bjarki Már Baxter

Bjarki útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007. Lokaritgerð hans fjallaði um vitnaskýrslur í einkamálum. Bjarki hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 2008.

Sérsvið Bjarka eru flugréttur, félagaréttur, fjárfestingar, fjármögnun, endurskipulagning félaga og stjórnarhættir fyrirtækja, eignaréttur, samninga- og veðréttur, skaðabótaréttur, skiptaréttur, vinnumarkaðsréttur og málflutningur.

Bjarki hóf störf sjálfstætt hjá Málþingi haustið 2019. Áður starfaði hann sem yfirlögfræðingur WOW air og yfirlögfræðingur slitastjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Frjálsa fjárfestingabankans. Fyrst eftir útskrift starfaði Bjarki sem lögmannsfulltrúi hjá Málþingi. Bjarki sat í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar á árunum 2012 – 2015.

Tungumál: Enska