Erla Skúladóttir

Erla útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Lokaritgerð hennar fjallaði um nafngreiningu sakborninga í fjölmiðlum. Erla hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 2006 og lauk framhaldsnámi í evrópskum hugverkarétti, Master of Intellectual Property Law, við Háskólann í Stokkhólmi árið 2008. Ritgerð hennar til meistaraprófs var um einkaleyfalöggjöf á sviði lyfjaiðnaðar.

Sérsvið Erlu er ráðgjöf á sviði hugverkaréttar og nýsköpunar.

Erla hóf störf hjá Málþingi vorið 2006. Áður starfaði hún sem sérfræðingur á sviði nýsköpunar- og byggðamála í iðnaðarráðuneytinu. Fyrst eftir útskrift úr lagadeild var Erla lögfræðingur hjá skattrannsóknastjóra ríkisins. Hún starfaði meðfram laganámi sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Erla hefur haft umsjón með kennslu í hugverkarétti á sviði iðnaðar (vörumerkja- og einkaleyfarétti) við lagadeild HÍ og stundar rannsóknir á réttarsviðinu við Lagastofnun. Erla hefur á undanförnum misserum ritað blaðagreinar og flutt fjölda fyrirlestra um þýðingu hugverkaréttar fyrir atvinnulífið. Hún var stjórnarformaður nýsköpunarfyrirtækisins Lauf forks hf. 2013-2019. Erla situr í stjórn Auðnu-Tæknitorgs og er varamaður í fjölmiðlanefnd, tilnefnd af Hæstarétti.

Tungumál: Sænska og enska