Skúli Bjarnason

Skúli útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1980. Lokaritgerð hans var á sviði þjóðaréttar og fjallaði um lögleiðingu milliríkjasamninga í íslenskum rétti.

Sérsvið Skúla eru félaga- og fyrirtækjaréttur, fasteignakauparéttur, fjöleignarhúsamál og leiguréttur, málefni opinberra aðila, skipulagsmál, skipta- og gjaldþrotaréttur, auðlinda-, orku- og umhverfismál og málflutningur.

Skúli hefur rekið lögmannsstofu samfellt frá 1. maí 1984, en áður starfaði hann sem lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu og hjá Bæjarfógetanum á Akranesi. Skúli hefur sem lögmaður þjónað fyrirtækjum, opinberum aðilum og einstaklingum við fjölbreytt lögfræðileg viðfangsefni; ráðgjöf, samningagerð og málflutning. Að auki hefur hann sinnt stjórnar- og trúnaðarstörfum í fjölmörgum fyrirtækjum og er nú stjórnarformaður í Lífeyrissjóði bænda eftir tilnefningu Hæstaréttar.

Skúli er stjórnarformaður nýsköpunarfyrirtækisins Lauf forks hf.

Tungumál: Enska og sænska.