Trausti Ágúst Hermannsson

Trausti Ágúst útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009. Lokaritgerð hans fjallaði um ákvörðun refsingar fyrir brot gegn valdstjórninni, sbr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Trausti hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 2010.

Sérsvið Trausta Ágústs eru refsiréttur, skaðabótaréttur, skiptaréttur, sifja- og erfðaréttur, eignaréttur, félagaréttur, samninga- og veðréttur og málflutningur.

Trausti hóf störf sjálfstætt hjá Málþingi haustið 2019. Áður starfaði hann hjá Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Samhliða námi og fyrst eftir útskrift starfaði Trausti hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum.

Tungumál: Enska